Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi

Click here for an English version.
„Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna á stöðunni eins og hún er núna, en athuganir þeirra hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær líkt og talið var. Þá hefur Veðurstofan ákveðið að lækka litakóða fyrir flug úr rauðum í appelsínugulan og hafa allar takmarkanir á flugi verið felldar úr gildi.“
Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.
Tengdar fréttir

Ferðamenn vilja komast nær Bárðarbungu
„Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað.“

Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss
Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins.

Aðvörunarstig fyrir flug lækkað
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar.

Stærsti skjálftinn á svæðinu frá 1996
Skjálftar næturinnar eru þeir stærstu í þessari hrinu og jafnframt stærstu skjálftarnir á svæðinu frá því fyrir Gjálpargosið fyrir átján árum síðan.

Aukinn órói undir Dyngjujökli
Mikil virkni hefur verið undir jöklinum síðan fjögur í nótt og færist í aukana.

Helsta hættan er að týnast í öskuskýi
„Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi.“

Sá stærsti til þessa
Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi.


Gosóróinn í Gjálp hófst daginn eftir þann stóra
Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað.

Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos
Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær.

Skjálftavirkni mikil í nótt
Ekkert hefur dregið úr skjálftavirkni í nótt. Tveir skjálftar yfir 5.0 hafa mælst frá því á miðnætti.