Lífið

Fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake

Mæðgunum var nokkuð kalt, en segja að þær muni lífa þetta af.
Mæðgunum var nokkuð kalt, en segja að þær muni lífa þetta af. Vísir/Henry Birgir
Mæðgur frá Danmörku voru fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. Þær komu sér fyrir við hliðið upp úr hádegi í dag og voru steinhissa á að enginn væri kominn í röðina. Þær sögðu Dani mæta á tónleika tíu tímum áður en þeir hefjast.

Mæðgunum var orðið dálítið kalt þegar blaðamaður ræddi við þær, en þær gerðu þó ráð fyrir að lifa biðina af.

Svæðið opnar klukkan fjögur í dag en húsið opnar klukkan sex. Justin Timberlake sjálfur mun svo stíga á svið klukkan níu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.