Vörubílstjóri keyrði inn í þvögu hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu Andri Ólafsson skrifar 23. ágúst 2014 16:12 Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson. Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson.
Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38