Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríska blaðamanninum James Foley var rænt í Sýrlandi í nóvember 2012. Vísir/AP „Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað. Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.
Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28