Bandaríkin lentu í vandræðum gegn Tyrklandi á HM | Öll úrslit dagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2014 22:08 Rudy Gay. Bandaríska landsliðið í körfubolta lenti í töluverðum vandræðum gegn Tyrklandi á Heimsmeistaramótinu sem fer fram á Spáni þessa dagana. Tyrkland leiddi eftir tvo leikhluta og hluta þriðja leikhluta áður en bandarísku leikmennirnir settu aftur í gír. Ljóst er að það var gríðarleg pressa á leikmönnum bandaríska liðsins en liðið hefur ekki tapað í síðustu 55 keppnisleikjum sínum. Tyrkneska liðið spilaði gríðarlega góða vörn í fyrstu tveimur leikhlutum leiksins og tók 40-35 forskot inn í hálfleik. Það var hinsvegar allt annað að sjá til bandaríska liðsins þriðja og fjórða leikhluta þar sem keyrt var á hröðum sóknum og náðu þeir forskotinu aftur í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta var niðurstaðan aldrei spurning en Bandaríkin hafði betur í leikhlutanum 32-17 og lauk leiknum með 21 stiga sigri Bandaríkjanna, 98-77. Spánverjar sem leika á heimavelli í keppninni lentu ekki í vandræðum gegn Egyptalandi en eftir fyrsta leikhluta voru Spánverjar komnir með 16 stiga forskot. Spánverjar juku smátt og smátt forskot sitt eftir því sem leið á leikinn og unnu að lokum öruggan 91-54 sigur.Serge Ibaka, leikmaður Oklahoma City Thunder, fór fyrir liði sínu með átján stig ásamt því að taka átta fráköst.Úrslit dagsins: Dóminíska Lýðveldið 76-63 Nýja Sjáland Suður-Kórea 55-89 Ástralía Finnland 81-76 Úkraína Slóvenía 89-68 Mexíkó Senegal 82-75 Púertó Ríkó Argentína 85-90 Króatía Serbía 73-74 Frakkland Brazilía 79-50 Íran Litháen 75-62 Angóla Filippseyjar 70-82 Grikkland Tyrkland 77-98 Bandaríkin Spánn 91-54 Egyptaland NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta lenti í töluverðum vandræðum gegn Tyrklandi á Heimsmeistaramótinu sem fer fram á Spáni þessa dagana. Tyrkland leiddi eftir tvo leikhluta og hluta þriðja leikhluta áður en bandarísku leikmennirnir settu aftur í gír. Ljóst er að það var gríðarleg pressa á leikmönnum bandaríska liðsins en liðið hefur ekki tapað í síðustu 55 keppnisleikjum sínum. Tyrkneska liðið spilaði gríðarlega góða vörn í fyrstu tveimur leikhlutum leiksins og tók 40-35 forskot inn í hálfleik. Það var hinsvegar allt annað að sjá til bandaríska liðsins þriðja og fjórða leikhluta þar sem keyrt var á hröðum sóknum og náðu þeir forskotinu aftur í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta var niðurstaðan aldrei spurning en Bandaríkin hafði betur í leikhlutanum 32-17 og lauk leiknum með 21 stiga sigri Bandaríkjanna, 98-77. Spánverjar sem leika á heimavelli í keppninni lentu ekki í vandræðum gegn Egyptalandi en eftir fyrsta leikhluta voru Spánverjar komnir með 16 stiga forskot. Spánverjar juku smátt og smátt forskot sitt eftir því sem leið á leikinn og unnu að lokum öruggan 91-54 sigur.Serge Ibaka, leikmaður Oklahoma City Thunder, fór fyrir liði sínu með átján stig ásamt því að taka átta fráköst.Úrslit dagsins: Dóminíska Lýðveldið 76-63 Nýja Sjáland Suður-Kórea 55-89 Ástralía Finnland 81-76 Úkraína Slóvenía 89-68 Mexíkó Senegal 82-75 Púertó Ríkó Argentína 85-90 Króatía Serbía 73-74 Frakkland Brazilía 79-50 Íran Litháen 75-62 Angóla Filippseyjar 70-82 Grikkland Tyrkland 77-98 Bandaríkin Spánn 91-54 Egyptaland
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira