„Svipað að stærð og stærstu gosin í Kröflueldunum“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2014 12:30 Eldgos hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun. Gosið er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudagsmorguninn, en er margfalt stærra en það fyrra. Er þetta þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku og hið langstærsta.Click here for an English version. Eldgosið er hraungos, staðsett um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og rennur gos til austurs. Gossprungan nær aðeins norðar en á aðfararnótt föstudags, og er um einn og hálfur kílómetri að lengd. Nyrsti hluti hennar er á svæði þar sem ekki hefur gosið áður. Áætlað er að hraunrennslið sé tíu til tuttugu sinnum meira en í gosinu á föstudagsmorguninn og fimmtíu metra háir gosstrókar teygja sig til himins. Á laugardaginn fyrir viku gaus í hlíðum Bárðarbungu. Gosið var undir jökli og náði ekki að bræða sig í gegnum ísinn. Á föstudagsmorgunn var svo hraungos í Holuhrauni, en það gos varði aðeins í um fjórar klukkustundir og var um tíu sinnum minna en fyrra gosið. Gosið sem nú stendur yfir er stöðugt og nánast enginn gosórói hefur mælst. Lítil skjálftavirkni hefur verið á Bárðarbungusvæðinu í morgun miðað við virknina síðustu daga, og segja vísindamenn að gosið sé samfellt og frekar hljóðlátt.Hættustig áfram í gildi og ekki flogið Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og ákveðið var að hættustig verði áfram í gildi, en þegar gosið hófst á aðfararnótt föstudags á sama stað var neyðarstigi lýst yfir. Veðurstofan hefur fært litakóða upp í rautt og blindflug hefur verið bannað umhverfis eldstöðina, á því svæði sem nær norður undir Mývatn og upp í sex þúsund feta hæð. Athugað verður hvort hægt sé að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hefur gosið ekki áhrif á flugsamgöngur. Skyggni er mjög lítið við Holuhraun þar sem veður er slæmt og fer versnandi, en þar er mikið sandrok og þoka. Jarðvísindamenn sem fylgdust með gosinu í morgun hafa nú yfirgefið svæðið vegna veðurs, en nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu. „Við vitum ekki stöðuna akkúrat á þessu augnabliki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „En í þetta sinn er um töluvert eldgos að ræða og það sýnir sig að á um þremur klukkutímum var það búið að mynda þriggja kílómetra langan hrauntaum og það er verulega mikið streymi þarna upp.“ Hann segir að gróflega megi áætla að um þúsund rúmmetrar af kviku hafi komið upp á sekúndu fyrstu þrjá tímana. „Þetta er stærsta gosið í þessari hrinu, þetta er að svipaðri stærð og stærri gosin í Kröflueldum. En það er yfirleitt þannig að svona gos eru öflugust fyrst og svo dregur úr þeim.“ Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var einmitt verið að reisa þegar umdeilda Kröfluvirkjun.Uppfært kl. 16:19: Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Tengdar fréttir Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Eldgos hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun. Gosið er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudagsmorguninn, en er margfalt stærra en það fyrra. Er þetta þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku og hið langstærsta.Click here for an English version. Eldgosið er hraungos, staðsett um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og rennur gos til austurs. Gossprungan nær aðeins norðar en á aðfararnótt föstudags, og er um einn og hálfur kílómetri að lengd. Nyrsti hluti hennar er á svæði þar sem ekki hefur gosið áður. Áætlað er að hraunrennslið sé tíu til tuttugu sinnum meira en í gosinu á föstudagsmorguninn og fimmtíu metra háir gosstrókar teygja sig til himins. Á laugardaginn fyrir viku gaus í hlíðum Bárðarbungu. Gosið var undir jökli og náði ekki að bræða sig í gegnum ísinn. Á föstudagsmorgunn var svo hraungos í Holuhrauni, en það gos varði aðeins í um fjórar klukkustundir og var um tíu sinnum minna en fyrra gosið. Gosið sem nú stendur yfir er stöðugt og nánast enginn gosórói hefur mælst. Lítil skjálftavirkni hefur verið á Bárðarbungusvæðinu í morgun miðað við virknina síðustu daga, og segja vísindamenn að gosið sé samfellt og frekar hljóðlátt.Hættustig áfram í gildi og ekki flogið Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og ákveðið var að hættustig verði áfram í gildi, en þegar gosið hófst á aðfararnótt föstudags á sama stað var neyðarstigi lýst yfir. Veðurstofan hefur fært litakóða upp í rautt og blindflug hefur verið bannað umhverfis eldstöðina, á því svæði sem nær norður undir Mývatn og upp í sex þúsund feta hæð. Athugað verður hvort hægt sé að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hefur gosið ekki áhrif á flugsamgöngur. Skyggni er mjög lítið við Holuhraun þar sem veður er slæmt og fer versnandi, en þar er mikið sandrok og þoka. Jarðvísindamenn sem fylgdust með gosinu í morgun hafa nú yfirgefið svæðið vegna veðurs, en nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu. „Við vitum ekki stöðuna akkúrat á þessu augnabliki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „En í þetta sinn er um töluvert eldgos að ræða og það sýnir sig að á um þremur klukkutímum var það búið að mynda þriggja kílómetra langan hrauntaum og það er verulega mikið streymi þarna upp.“ Hann segir að gróflega megi áætla að um þúsund rúmmetrar af kviku hafi komið upp á sekúndu fyrstu þrjá tímana. „Þetta er stærsta gosið í þessari hrinu, þetta er að svipaðri stærð og stærri gosin í Kröflueldum. En það er yfirleitt þannig að svona gos eru öflugust fyrst og svo dregur úr þeim.“ Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var einmitt verið að reisa þegar umdeilda Kröfluvirkjun.Uppfært kl. 16:19: Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08
Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09
Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37