Guðmundur í Brimi ætlar að stefna Elliða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2014 11:41 Elliði Vignisson og Guðmundur Kristjánsson. Vísir/Pjetur/Stefán „Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu. Tilefni tilkynningar Guðmundar eru fréttir í fjölmiðlum undanfarna daga vegna deilna hluthafa í DV. Reynir Traustason greindi frá því að Guðmundur hefði lánað sér fjármuni til að kaupa hlutabréf í DV þegar félagið glímdi við hreina neyð. Guðmundur segist ætla að stefna Elliða fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð sitt. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum velti því upp hvort Guðmundur hefði afhent Reyni 15 milljónir í þeim tilgangi að kaupa sér óvægna og skaðlega umfjöllun um meðeigendur sína í Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV). Guðmundur viðurkennir að honum finnist stefna og gjörðir meirihluta hluthafa í VSV hafa skaðað félagið sem í dag sé illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki. „Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.“Yfirlýsing Guðmundar í heild sinniÍ tilefni frétta í fjölmiðlum síðustu daga vegna deilna hluthafa í DV er rétt að geta þess að undirritaður hefur stundað viðskipti í langa tíð. Ég hef í gegnum mín félög styrkt og lánað fjármuni til ýmissa verka, einstaklinga og félaga. Ég hef ekki verið að auglýsa það né tilkynna það opinberlega nema þar sem það á við. Hvort sem það er lán eða styrkir til einstaklinga (eins og lánið til Reynis Traustasonar), líknarfélaga, íþróttafélaga, íþróttamanna, námsmanna, vísindastarfs, listastarfs eða hvað sem er. En þar sem ég er borinn svo alvarlegum ásökunum af bæjarstjóra Vestmannaeyja þá ætla ég að svara þessu og taka til varnar. Þegar Reynir Traustason kom til mín á síðasta ári og spurði hvort ég vildi verða hluthafi í DV sagði ég strax nei. En þegar hann sagði að það væru komnir fleiri fjárfestar að blaðinu þá sagði ég við hann að ég gæti alveg lánað honum en ég vildi ekki fara í blaðarekstur og það væri ekki mitt fag og ég væri oft ekki sammála skrifum DV. Ég hef heldur ekki verið sammála stefnu og skrifum Morgunblaðsins síðustu áratugi og þegar leitað var til mín fyrir nokkrum árum um hlutafé í það blað sagði ég nei.Það má segja um mín viðskipti á síðustu árum að þau hafi bæði verið viturleg og óviturleg en að segja að ég hafi stjórnað ritstjórnarstefnu DV er rangt og fjarri öllum raunveruleika. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð. Sem hluthafi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hef ég verið í deilum við meirihluta hluthafa. Ég hef talið að stefna og gjörðir meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar (VSV) í Vestmannaeyjum hafi skaðað VSV og í dag sé félagið illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki vegna stefnu meirihluta hluthafa og meirihluta stjórnar VSV.Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér. Tengdar fréttir Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28 Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16 Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00 Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25 Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu. Tilefni tilkynningar Guðmundar eru fréttir í fjölmiðlum undanfarna daga vegna deilna hluthafa í DV. Reynir Traustason greindi frá því að Guðmundur hefði lánað sér fjármuni til að kaupa hlutabréf í DV þegar félagið glímdi við hreina neyð. Guðmundur segist ætla að stefna Elliða fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð sitt. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum velti því upp hvort Guðmundur hefði afhent Reyni 15 milljónir í þeim tilgangi að kaupa sér óvægna og skaðlega umfjöllun um meðeigendur sína í Vinnslustöð Vestmannaeyja (VSV). Guðmundur viðurkennir að honum finnist stefna og gjörðir meirihluta hluthafa í VSV hafa skaðað félagið sem í dag sé illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki. „Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.“Yfirlýsing Guðmundar í heild sinniÍ tilefni frétta í fjölmiðlum síðustu daga vegna deilna hluthafa í DV er rétt að geta þess að undirritaður hefur stundað viðskipti í langa tíð. Ég hef í gegnum mín félög styrkt og lánað fjármuni til ýmissa verka, einstaklinga og félaga. Ég hef ekki verið að auglýsa það né tilkynna það opinberlega nema þar sem það á við. Hvort sem það er lán eða styrkir til einstaklinga (eins og lánið til Reynis Traustasonar), líknarfélaga, íþróttafélaga, íþróttamanna, námsmanna, vísindastarfs, listastarfs eða hvað sem er. En þar sem ég er borinn svo alvarlegum ásökunum af bæjarstjóra Vestmannaeyja þá ætla ég að svara þessu og taka til varnar. Þegar Reynir Traustason kom til mín á síðasta ári og spurði hvort ég vildi verða hluthafi í DV sagði ég strax nei. En þegar hann sagði að það væru komnir fleiri fjárfestar að blaðinu þá sagði ég við hann að ég gæti alveg lánað honum en ég vildi ekki fara í blaðarekstur og það væri ekki mitt fag og ég væri oft ekki sammála skrifum DV. Ég hef heldur ekki verið sammála stefnu og skrifum Morgunblaðsins síðustu áratugi og þegar leitað var til mín fyrir nokkrum árum um hlutafé í það blað sagði ég nei.Það má segja um mín viðskipti á síðustu árum að þau hafi bæði verið viturleg og óviturleg en að segja að ég hafi stjórnað ritstjórnarstefnu DV er rangt og fjarri öllum raunveruleika. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð. Sem hluthafi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hef ég verið í deilum við meirihluta hluthafa. Ég hef talið að stefna og gjörðir meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar (VSV) í Vestmannaeyjum hafi skaðað VSV og í dag sé félagið illa rekið sjávarútvegsfyrirtæki vegna stefnu meirihluta hluthafa og meirihluta stjórnar VSV.Þessa skoðun hef ég sagt á aðalfundum félagsins og í öllum samtölum þegar málefni VSV eru rædd. Ég er ekki í neinum persónulegum deilum við framkvæmdarstjóra VSV, starfsfólk VSV eða samfélagið í Vestmannaeyjum, heldur við meirihluta hluthafa VSV. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum er að reyna að slá sig til riddara og nýta sér deilur annara til að vekja athygli á sjálfum sér.
Tengdar fréttir Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28 Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16 Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00 Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25 Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03 Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ekki hægt að vera ritstjóri þar sem er ágreiningur og ólga Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir. 29. ágúst 2014 15:28
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum. 29. ágúst 2014 14:16
Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær. 30. ágúst 2014 08:00
Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn. 29. ágúst 2014 16:25
Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“. 30. ágúst 2014 10:03
Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi „Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni. 31. ágúst 2014 10:52