Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 10:03 Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Vísir/Anton Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira