Innlent

Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hraunavinir tóku sér stöðu við vinnuvélarnar í október síðastliðnum.
Hraunavinir tóku sér stöðu við vinnuvélarnar í október síðastliðnum. vísir/gva
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa boðað til mótmæla í Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi fimmtudag klukkan níu. Krefjast samtökin þess að lögreglan felli niður dómsmál á hendur níu einstaklingum, en voru þeir ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg að Gálgahrauni og fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælunum í október á síðasta ári.

„Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Yfir 60 lögreglumenn vopnaðir gasi og kylfum stóðu vörð um jarðýtu sem ruddist í gegnum hraunið og handtók á þriðja tug friðsamra mótmælenda sem voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Margir þeirra þurftu að dúsa í einangrunarklefum tímum saman,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Nímenningarnir hafa farið fram á að kæran verði felld niður en á það var ekki fallist. Vitnaleiðslur í málinu fara fram, sem fyrr segir, í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu næstkomandi fimmtudag.

„Jafnframt hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda.“


Tengdar fréttir

Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög

"Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Náttúruvinir settir í einangrun

"Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag.

Enn stendur álfakirkjan

Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði.

Vigdís til varnar Gálgahrauni

Boðað hefur verið til styrktartónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og er Vigdís Finnbogadóttir verndari tónleikanna.

Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki

Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×