Fótbolti

Solbakken vongóður um að Eiður samþykki tilboð FCK

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stale Solbakken
Stale Solbakken Vísir/Getty
Stale Solbakken, knattspyrnustjóri FC Kaupmannahafnar, var mjög ánægður með spilamennsku Eiðs Smára Guðjohnsen í varaliðsleik FCK gegn Norsjælland í dag en Eiður Smári lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri.

Eiður hefur æft með FCK undanfarna daga og er áhugi frá báðum aðilum að komast að samkomulagi en Stale segist vera nokkuð bjartsýnn að málið yrði klárað fyrr en síðar í samtali við Bold.dk.

„Við sáum það sem við vonuðumst eftir, þrátt fyrir að vera búinn að eldast er hann mjög góður leikmaður. Við þurfum að meta það hversu langan tíma það tekur hann að komast í form.“

„Við getum ekki skráð hann í Evrópudeildina og við þurfum að hugsa þetta vandlega, rétt eins og hann þarf að skoða tilboð okkar betur.“


Tengdar fréttir

Eiður Smári lagði upp tvö í æfingarleik | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 4-2 sigri varaliðs FCK á Nordsjælland í dag en Eiður er þessa dagana á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn.

Eiður æfði með FCK í dag | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi leikmaður Chelsea og Barcelona, æfði í fyrsta sinn með danska úrvalsdeildarliðinu FCK í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×