Erlent

Bandaríkin gera loftárásir í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að loftárásir hafi verið gerðar gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í Írak. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu.

AP fréttaveitan segir að árásirnar séu merki um að Bandaríkin ætli að fjölga hernaðaraðgerðum gegn IS.

Chuck Hagel, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að ef stíflan hefði fallið í hendur IS eða verið eyðilögð myndi það valda miklum skaða í Írak.

Hann neitaði því þó að árásirnar væru  merki um fleiri árásir gegn Íslamska ríkinu. Hann sagði stjórnvöld í Írak hafa beðið um að Bandaríkin gerðu árásir og að Íraksher hafi stjórnað aðgerðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá hernaðaryfirvöldum í Bandaríkjunum gerðu orrustuþotur og sprengjuflugvélar fjórar árásir. Fimm brynvarðir bílar IS eyðilögðust ásamt skriðdreka og neðanjarðarbyrgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×