Lífið

Jón Gnarr hittir pönkara og æskuhetju sína

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Ungur Jón Gnarr með Crass plakatið á bak við sig.
Ungur Jón Gnarr með Crass plakatið á bak við sig. Af Facebook-síðu Jóns Gnarr
Jón Gnarr er nú staddur í Lundúnum en í gær hitti hann æskuhetju sína og pönkarann Penny Rimbaud, einn af forsprökkum bresku anarkópönksveitarinnar Crass.  Kapparnir tveir tóku þátt í málfundi í gærkvöldi þar sem spjallað var um tónlist, stjórnmál og anarkisma. Ritstjóri tímaritsins Idler, Tom Hodgkinson, stýrði umræðunni.

Jón er forfallinn aðdáandi Crass og er meira að segja með húðflúr af merki sveitarinnar á handleggnum. „Ég var alinn upp af Crass. Ég mun hafa Crass-merkið á legsteininum mínum. Crass bjargaði lífinu mínu og gaf því merkingu. Ef það væri ekki fyrir Crass væri ég ekki manneskjan sem ég er í dag,“ skrifaði Jón á Fésbókarsíðu sinni í fyrra.



Crass er ein áhrifamesta pönksveit allra tíma. Frægt var þegar Crass spilaði í Laugardalshöllinni árið 1983. Íslenska sveitin Kukl hitaði upp og gaf seinna út fyrstu plötuna sína á Crass Records, plötuútgáfu sveitarinnar.

Hér fyrir neðan má heyra lagið Big A Little A en Jón segir að fá lög hafi haft jafn mikil áhrif á hann.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×