Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar klukkan 22:53 fyrr í kvöld.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að annar skjálfti að stærð 3,8 hafi verið á sömu slóðum klukkan 20:42.
Skjálftavirkni á norðvesturhluta Vatnajökuls hefur verið minni síðasta rúma sólarhringinn eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga.
Innlent