Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir 2. september 2014 11:00 Emil reynir að halda aftur af Maradona í leiknum. vísir/afp Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole. Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. Þetta var friðarleikur í Róm sem var skipulagður af Páfanum og Javier Zanetti, varaforseta Inter. Þarna mættust leikmenn úr öllum heimshornum til að leggja sitt af mörkum fyrir friði á Gaza-svæðinu. "Ótrúlegt kvöld sem ég mun aldrei gleyma," skrifaði Emil á Instagram-síðu sína og með fylgdi mynd af honum og besta knattspyrnumanni allra tíma. Það voru engar smá kempur sem tóku þátt í þessum leik. Fyrir utan Emil og Maradona voru á vellinum menn eins og Roberto Baggio, Alessandro del Piero, Carlos Valderrama, Andriy Shevchenko, Zanetti og Gianluigi Buffon. Arsene Wenger stýrði síðan öðru liðinu en það vakti mikla athygli að hann hefði tekið þátt í þessum viðburði á sama tíma og félagaskiptaglugginn var að lokast. Lið Emils hafði betur gegn Maradona og félögum, 6-3, þar sem Mauro Icardi, leikmaður Inter, skoraði þrennu. Stund kvöldsins var þó þegar Maradona lagði upp mark fyrir Baggio. Söngvarinn og bakvörðurinn góðkunni, Jón Ragnar Jónsson, var á meðal áhorfenda og hitti sjálfan Paolo Maldini að því er heimildir Vísis herma. Hér að neðan má sjá myndir af Instagram-síðu Emils og myndband er hann hittir Páfann. Þessum var boðið að taka þátt í leiknum skemmtilega:Andrea Ranocchia, Andrea Pirlo, Fredy Guarìn, Mikel Arteta, Andrés Palop Cervera, Andriy Shevchenko, Antonio Mohamed, Marcos Antonio Senna Da Silva, Arturo Vidal, Carlos Valderrama, Yossi Benayoun, Dudu Aouate, Tomer Hemed, Damiano Tommasi, David Trezeguet, Degu Debebe Gebreyes, Diego Lugano, Diego Simeone, Emil Hallfreðsson, Mauro Icardi, Ricky Alvarez, Juan Pablo Carrizo, Esteban Cambiasso, Fernando Tissone, Ezequiel Schelotto, Ezequiel Lavezzi, Juan Iturbe, Lionel Messi, Javier Mascherano, Maxi Rodríguez, Cristian Ledesma, Yuto Nagatomo, Ivan Zamorano, Ivan Cordoba, Roberto Baggio, Samuel Eto’o, Fernando Muslera, Filippo Inzaghi, Gabriel Heinze, Jose Chamot, Luca Toni, Lucas Podolski, Mesut Özil, Nicola Legrottaglie, Radja Nainggolan, Ronaldinho, Stefano Mauri, Sulley Muntari og Belozoglu Emre.Maradona og Del Piero.Maradona í góðum hópi eftir leik.Maradona liggur og Emil glottir.Maradona sýndi lipra takta.Maradona og Baggio. Þvílíkar goðsagnir.Maradona afhendir landa sínum, Páfanum, argentínska landsliðstreyju.Wenger gefur góð ráð inn í klefa fyrir leik. Hann situr í bás síns gamla lærisveins, Ashley Cole.
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira