Enski boltinn

Holtby lánaður frá Tottenham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Holtby mættur í búning HSV.
Holtby mættur í búning HSV. mynd/hamburg
Þýski miðjumaðurinn Lewis Holtby er farinn frá Tottenham til Hamburg á láni út leiktíðina, en Hamburg er svo með forkaupsrétt á leikmanninum næsta sumar.

Holtby verður 24 ára í mánuðinum, en hann kom til Spurs frá Schalke þar sem hann spilaði við góða orðstíð frá 2009-2013.

Hann var einnig lánaður seinni hluta síðasta tímabil, þá til Fulham, en hann hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit hjá Lundúnaliðinu.

Lewis Holtby spilaði í heildina 41 leik fyrir Tottenham og skoraði þrjú mörk.


Tengdar fréttir

Bruce nær í miðjumann

West Ham United hefur samþykkt kauptilboð Hull City í senegalska miðjumanninn Mohamed Diamé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×