Enski boltinn

Bruce nær í miðjumann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diamé er stór og sterkur miðjumaður.
Diamé er stór og sterkur miðjumaður. Vísir/Getty
West Ham United hefur samþykkt kauptilboð Hull City í senegalska miðjumanninn Mohamed Diamé.

Diamé gekk til liðs við West Ham frá Wigan Athletic sumarið 2012. Hann lék alls 79 leiki fyrir Hamranna og skoraði sjö mörk.

Með komu Alex Song á láni frá Barcelona þrengist staða Diamé sem virðist nú vera á leið til Steve Bruce og félaga í Hull.

Diamé, sem er fæddur í Frakklandi, er fyrirliði senegalska landsliðsins.


Tengdar fréttir

Dawson nýjasti liðsmaður Hull City

Enski miðvörðurinn Michael Dawson skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá Hull City Tigers í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham fór áfram en Hull er úr leik í Evrópudeildinni

Ensku liðin náði fimmtíu prósent árangri í kvöld í umspilum sínum um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tottenham vann öruggan sigur og komst áfram en Hull City tapaði á færri mörkum skoruðum á útivelli.

Boyd til Burnley

Burnley hefur fest kaup á skoska kantmanninum George Boyd frá Hull City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×