Cerci, sem er 27 ára, skoraði 13 mörk og átti tíu stoðsendingar fyrir Torino á síðustu leiktíð, en liðið hafnaði í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
„Hann kemur með hraða, mörk og gefur okkar fleiri möguleika í sóknarleiknum,“ sagði Jose Luis Perez Caminero, íþróttastjóri Atletico, um nýjasta liðsmanninn.
Cerci, ásamt Mario Mandzukic og Antoine Griezmann er ætlað að fylla skarðið sem Diego Costa skildi eftir sig, en hann skoraði 36 mörk fyrir Atletico á síðustu leiktíð.
Atletico Madrid vann nýliða Eibar með tveimur mörkum gegn einu á laugardaginn og er með fjögur stig eftir tvo leiki í spænsku úrvalsdeildinni.
. @ale_cerci_7: "I'm very happy for the great reception I've had" http://t.co/jXQgQ7URGV #WelcomeCerci pic.twitter.com/YryHwzo3kw
— Atleti English (@atletienglish) September 1, 2014