Menning

Vígja á veggmyndir Ragnars Kjartanssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum.
Nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. visir/gva/aðsent
Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin.

Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í New Museum í New York, nútímalistasafninu Thyssen-Bornemisza í Vín og Migros safninu í Zurich. Þá var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009.

Vegglistahópur frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs samanstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg.

Verkin eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu.

Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi.

Verk Theresu Himmer var afhjúpað síðasta haust á húsgafli við Jórufell, í sumar var verk Söru Riel afhjúpað á fjölbýlishúsi við Asparfell og nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum.

Keramikmynd eftir Erró verður síðar sett á vegg við íþróttahúsið við Austurberg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.