Erlent

Fyrsta loftárás Frakka í Írak

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Loftárásir Frakka í Írak munu halda áfram næstu daga.
Loftárásir Frakka í Írak munu halda áfram næstu daga. Vísir/Getty
Frakkar hafa hafið loftárásir í Írak sem beinast að ISIS-hryðjuverkahópnum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fram kemur í tilkynningu frá Francois Hollande Frakklandsforseta að Rafale orrustuvélar hafi gert árás á og eyðilagt birgðageymslu þar sem meðal annars voru geymd ýmis ökutæki í eigu ISIS. Einnig kemur fram í tilkynningunni að loftárásir munu halda áfram næstu daga.

Bandaríkjaher hefur gert meira en 170 loftárásir á skotmörk ISIS í Írak síðan um miðjan ágúst.


Tengdar fréttir

Frakkar gera loftárásir í Írak

Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×