Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Tryggvi Ólafsson skrifar 19. september 2014 04:41 Sambandssinnar fagna úrslitum kosninganna í Glasgow í nótt. vísir/ap Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira