Ísskápurinn lækkar um 15 þúsund en matarkarfan hækkar um 21 þúsund Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. september 2014 13:53 Árni Páll tók dæmi af sér og ísskápnum sínum í umræðum um virðisaukaskattsbreytingar á Alþingi. Vísir / Samsett mynd Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira