Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 09:46 Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru í tillögu Framsóknarmanna. Vísir / Ölfus „Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“ Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
„Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“
Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19