Erlent

Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Dempsey segir hugsanlegt að bandarískir hermenn muni taka þátt í bardögum í Írak og Sýrlandi.
Martin Dempsey segir hugsanlegt að bandarískir hermenn muni taka þátt í bardögum í Írak og Sýrlandi. Vísir/AFP
Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. Þetta segir æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna. „Höfum það á hreinu, að komi að því að ég telji best að hermenn okkar fylgi íröskum hermönnum í árásir gegn IS, mun ég mæla með því við forsetann,“ sagði Martin Dempsey við nefnd Öldungaþings Bandaríkjanna í dag.

Obama hefur ítrekað haldið því fram að hermenn verði ekki sendir aftur til Írak og að þeim verði ekki beitt í Sýrlandi. Bandaríkin muni einungis þjálfa hermenn og gera loftárásir.

AP fréttaveitan segir þingmenn í Bandaríkjunum, sem nú ræða áætlun Obama um árásir gegn IS, telja að Bandaríkin muni dragast inn í annað stríð í Mið-Austurlöndum.

Utanríkisráðherrar fjölda ríkja hafa heitið því aðstoða írösk stjórnvöld í baráttu sinni gegn vígamönnum Ríkis íslams (IS). Verði „öllum ráðum beitt“ gegn samtökunum sem ráða yfir stórum landsvæðum í bæði Írak og Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×