Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Tinni Sveinsson skrifar 16. september 2014 14:45 Birkir semur ljóð fyrir fólk sem lifir og hrærist á netinu. Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra. Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra.
Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30