Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2014 10:57 Það eru ekki allir sammála Þorsteini um að ríkið eigi að kanna möguleika á áburðarverksmiðju. Vísir / Daníel Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19