Enski boltinn

Southampton niðurlægði Newcastle | Öruggt hjá Everton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Graziano Pellé með tvö í byrjun leiks
Graziano Pellé með tvö í byrjun leiks vísir/getty
Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í dag mikil spenna þó Southampton hafi stolið senunni með öruggum sigri.

Southampton rúllaði yfir Newcastle 4-0 á heimavelli. Graziano Pellé skoraði tvívegis á fyrstu 19 mínútum leiksins og staðan í hálfleik 2-0.

Jack Cork skoraði þriðja markið á níundu mínútu seinni hálfleiks og rétt áður en flautað var til leiksloka fullkomnaði Morgan Schneiderlin niðurlægingu Newcastle með fjórða markinu.

Everton vann öruggan 2-0 sigur á West Brom. Romelo Lukaku skoraði strax á 2. mínútu og annar Belgi, Kevin Mirallas gerði út um leikinn á 66. mínútu.

Tottenham varð að sætta sig við eitt stig í Sunderland þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ljósvöllum.

Nacer Chadli kom Tottenham yfir strax á annarri mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Adam Johnson metin og var staðan í hálfleik 1-1.

Tottenham fékk urmul færa í leiknum og kom Christian Eriksen liðinu yfir á þriðju mínútu seinni hálfleiks. Tottenham náði þó ekki að nýta yfirburðina betur en svo að Harry Kane jafnaði metin fyrir Sunderland með sjálfsmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Nýliðar Leicester gerðu góða ferð á Britannia leikvanginn þar sem Leonardo Ulloa tryggði nýliðunum1-0 sigur.

Crystal Palace og Burnley gerðu markalaust jafntefli í nýliðaslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×