Innlent

Réttlætinu er fullnægt og jafnræði er náð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Vísir/GVA
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að sporna yrði við skatt-og bótasvikum. Hún sagði að ekkert fari „verra með samfélög en svört atvinnustarfsemi, undanskot og bótasvik.“

Vigdís lagði áherslu á að sýna ætti aga og festu í ríkisfjármálum. Hún sagði að víða mætti sameina, hagræða og spara en til þess þyrfti kjark þar sem slíkt feli í sér breytingar á áratugagömlu kerfi.

Að mati Vigdísar verður réttlætinu fullnægt þegar skuldaniðurfellingar íbúðarlána og séreignasparnaðarleið til lækkunar höfuðstóls ná fram að ganga. Hún sagði jafnræði nú ríkja enda standi ríkisstjórnin vörð um heimilin, atvinnutækifærin og fjölskyldurnar í landinu.


Tengdar fréttir

"Ríkisstjórn ríka fólksins“

"Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×