Innlent

Tveir skjálftar með 14 sekúndna millibili

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/Auðunn
Tveir jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í dag. Fjórtán sekúndur liðu á milli þeirra, sá fyrri mældist 4,1 að stærð og sá seinni 4,8. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir seinni skjálftann líklega hafa mælst öflugri en mælar gefa til kynna vegna áhrifa frá fyrri skjálftanum. Þó sé sjaldgæft að skjálftar mælist með jafn stuttu millibili.

„Það er alveg öruggt að þetta voru tveir jarðskjálftar. En fyrsti skjálftinn varði lengur en fjórtán sekúndur og því er ekki öruggt að sá síðari hafi í raun verið 4,8 að stærð. Líklega er hann einhvers staðar á bilinu 4-4,5 að stærð,“ segir Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×