Fótbolti

Eiður Smári verður ekki leikmaður FCK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvað tekur við hjá Eiði Smára.
Óvíst er hvað tekur við hjá Eiði Smára. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, mun ekki ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC København. Frá þessu er greint á heimasíðu FCK.

Eiður hefur æft með danska liðinu að undanförnu og lék æfingaleik með því á mánudaginn, þar sem hann átti tvær stoðsendingar.

Á heimasíðu FCK kemur fram að hluti ástæðunnar hafi verið að Eiður hefði ekki getað spilað með liðinu í Evrópudeildinni. Honum er þó þakkað fyrir jákvæðar viðræður.

Eiður hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Club Brugge rann út eftir síðasta tímabil.


Tengdar fréttir

Eiður Smári lagði upp tvö í æfingarleik | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 4-2 sigri varaliðs FCK á Nordsjælland í dag en Eiður er þessa dagana á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn.

Eiður æfði með FCK í dag | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi leikmaður Chelsea og Barcelona, æfði í fyrsta sinn með danska úrvalsdeildarliðinu FCK í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×