Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2014 12:50 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks mun á morgun leggja fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Vilhjálmur gerir ráð fyrir átökum um málið. Þegar fréttastofa ræddi við Vilhjálm í morgun beið hann þess hvað kæmi út úr yfirstandandi þingflokksfundum; hvort þingmenn sem vilja fái leyfi þaðan til að vera meðflutningsmenn hans. Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að þingmenn allra flokka, ef frátaldir eru Vinstri grænir, muni verða meðflutningsmenn hans.Karl Garðars, Willum Þór og Haraldur Einarsson með Þetta er í sjöunda skiptið sem frumvarp sem þetta er lagt fram. 29 þingmenn hafa verið meðflutningsmenn í þessi skipti, alltaf hafa verið meðflutningsmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ellefu þessara þingmanna eru á þingi dag, og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ef frá er talin Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem er ný á þingi, hafa flutt málið. Það ætti því að blása byrlega fyrir Vilhjálm. Samkvæmt heimildum Vísis verður um að ræða Framsóknarþingmennina Karl Garðarsson, Willum Þór Þórsson og Harald Einarsson, auk þess sem Jón Þór Ólafsson úr Pírötum og Björt Ólafsdóttir úr Bjartri framtíð og svo sex til sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks. Það ætti því að blása bærilega byrlega fyrir Vilhjálm þá er hann mælir fyrir frumvarpinu á morgun, en hann er nú að undirbúa það.Mikill stuðningur inná þingiVilhjálmur telur víst að í það minnsta 30 þingmenn muni styðja frumvarpið sem þýðir að mjótt verður á munum þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Já, eins og staðan er í dag, áður en málið er komið til meðferðar þingsins, eru um þrjátíu þingmenn búnir að lýsa því yfir að þeir séu hlynntir þessu skrefi. Og muni styðja þetta að ríkið stundi ekki lengur verslun með áfengi heldur verði það fært í annað form sem tengist meira því viðskipta- og persónufrelsi sem við þekkjum í dag, á öðrum vígstöðvum. Og, svo þegar þetta kemur til meðferðar þingsins koma inn umsagnir og annað og ég hef fulla trú á því að þá muni fleiri þingmenn bætast í hópinn,“ segir Vilhjálmur vonglaður.Klofinn FramsóknarflokkurMikil andstaða er innan Framsóknarflokksins gagnvart því að þetta skref verði stigið. Vilhjálmur gerir þó ekki ráð fyrir því að þetta muni reynast fleinn í stjórnarsamstarfið, þetta sé þingmannamál þvert á flokka. „Nei, en það er alveg rétt. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins en þar eru líka þingmenn sem eru mjög hlynntir málinu og munu verða meðflutningsmenn,“ segir Vilhjálmur með þeim fyrirvara að samþykkt fyrir því muni liggja fyrir eftir þingflokksfund þar. „Þetta er líka þingmannamál sem lagt er fram þvert á flokka. Þetta mun ekki tengjast ríkisstjórnarsamstarfinu á nokkurn hátt. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er tilfinningamál og hefur alltaf verið. Þetta er umdeilt líka innan Sjálfstæðisflokksins.“Harkaleg átök framundanVilhjálmur gerir ráð fyrir því að tekist verði harkalega á um málið og að átök verði um það. „Ég býst við því að það verði töluverðar umræður um málið. Sem er eðlilegt. Þetta er mál sem hefur alltaf fengið mikla athygli. Þá vegna tilfinninga sem eru í því. En ég vona samt að umræðurnar verði málefnalegar. Ég verð var við það, í tengslum við þetta mál, að fólk velur sér alltaf eitthvað eitt atriði sem ræður afstöðu þess. En, það eru bara svo margir fletir á þessu máli. Þetta snýst fyrst og fremst um val- og persónufrelsi sem og um eðlilega viðskiptahætti. Margir vilja tengja þetta við hinn félagslega vinkil, en ég held að þetta hafi ekki eins mikil áhrif á þann þátt og fólk heldur. Bara miðað við hvernig við horfum á fyrirkomulagið eins og það er í dag. Ég held að það sé oftúlkað í þessu og því blandað of mikið inní þetta.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks mun á morgun leggja fram frumvarp um breytingar á áfengislöggjöf sem felur í sér að leyfilegt verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Vilhjálmur gerir ráð fyrir átökum um málið. Þegar fréttastofa ræddi við Vilhjálm í morgun beið hann þess hvað kæmi út úr yfirstandandi þingflokksfundum; hvort þingmenn sem vilja fái leyfi þaðan til að vera meðflutningsmenn hans. Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að þingmenn allra flokka, ef frátaldir eru Vinstri grænir, muni verða meðflutningsmenn hans.Karl Garðars, Willum Þór og Haraldur Einarsson með Þetta er í sjöunda skiptið sem frumvarp sem þetta er lagt fram. 29 þingmenn hafa verið meðflutningsmenn í þessi skipti, alltaf hafa verið meðflutningsmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Ellefu þessara þingmanna eru á þingi dag, og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, ef frá er talin Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem er ný á þingi, hafa flutt málið. Það ætti því að blása byrlega fyrir Vilhjálm. Samkvæmt heimildum Vísis verður um að ræða Framsóknarþingmennina Karl Garðarsson, Willum Þór Þórsson og Harald Einarsson, auk þess sem Jón Þór Ólafsson úr Pírötum og Björt Ólafsdóttir úr Bjartri framtíð og svo sex til sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks. Það ætti því að blása bærilega byrlega fyrir Vilhjálm þá er hann mælir fyrir frumvarpinu á morgun, en hann er nú að undirbúa það.Mikill stuðningur inná þingiVilhjálmur telur víst að í það minnsta 30 þingmenn muni styðja frumvarpið sem þýðir að mjótt verður á munum þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Já, eins og staðan er í dag, áður en málið er komið til meðferðar þingsins, eru um þrjátíu þingmenn búnir að lýsa því yfir að þeir séu hlynntir þessu skrefi. Og muni styðja þetta að ríkið stundi ekki lengur verslun með áfengi heldur verði það fært í annað form sem tengist meira því viðskipta- og persónufrelsi sem við þekkjum í dag, á öðrum vígstöðvum. Og, svo þegar þetta kemur til meðferðar þingsins koma inn umsagnir og annað og ég hef fulla trú á því að þá muni fleiri þingmenn bætast í hópinn,“ segir Vilhjálmur vonglaður.Klofinn FramsóknarflokkurMikil andstaða er innan Framsóknarflokksins gagnvart því að þetta skref verði stigið. Vilhjálmur gerir þó ekki ráð fyrir því að þetta muni reynast fleinn í stjórnarsamstarfið, þetta sé þingmannamál þvert á flokka. „Nei, en það er alveg rétt. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins en þar eru líka þingmenn sem eru mjög hlynntir málinu og munu verða meðflutningsmenn,“ segir Vilhjálmur með þeim fyrirvara að samþykkt fyrir því muni liggja fyrir eftir þingflokksfund þar. „Þetta er líka þingmannamál sem lagt er fram þvert á flokka. Þetta mun ekki tengjast ríkisstjórnarsamstarfinu á nokkurn hátt. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er tilfinningamál og hefur alltaf verið. Þetta er umdeilt líka innan Sjálfstæðisflokksins.“Harkaleg átök framundanVilhjálmur gerir ráð fyrir því að tekist verði harkalega á um málið og að átök verði um það. „Ég býst við því að það verði töluverðar umræður um málið. Sem er eðlilegt. Þetta er mál sem hefur alltaf fengið mikla athygli. Þá vegna tilfinninga sem eru í því. En ég vona samt að umræðurnar verði málefnalegar. Ég verð var við það, í tengslum við þetta mál, að fólk velur sér alltaf eitthvað eitt atriði sem ræður afstöðu þess. En, það eru bara svo margir fletir á þessu máli. Þetta snýst fyrst og fremst um val- og persónufrelsi sem og um eðlilega viðskiptahætti. Margir vilja tengja þetta við hinn félagslega vinkil, en ég held að þetta hafi ekki eins mikil áhrif á þann þátt og fólk heldur. Bara miðað við hvernig við horfum á fyrirkomulagið eins og það er í dag. Ég held að það sé oftúlkað í þessu og því blandað of mikið inní þetta.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira