Gasgrímur seldust upp og biðlisti myndaðist Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2014 20:00 Gasgrímur hafa rokið út eftir að eiturgas tók að streyma í miklum mæli frá eldgosinu í Holuhrauni og seldust upp hjá einum stærsta innflytjandanum. Vísindamenn, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar hafa keypt grímurnar í stórum stíl. Í dag er mánuður frá því eldsumbrotin í Holuhrauni hófust en fljótlega fór að bera á mikilli brennisteinsdíoxínmengun frá gosinu. Íbúar á Austur- og Norðurlandi hafa fundið fyrir menguninni sem um tíma hefur farið yfir heilsufarsmörk fyrir austan. Fólk hefur fundið fyrir mengunni og varað hefur verið við áhrifum hennar á börn og aðra með viðkvæman öndunarveg. Gasgrímur hafa verið uppseldar hjá fyrirtækinu Dynjandi sem flytur þær inn og undanfarna vikur hefur verið biðlisti eftir grímunum. „Það eru fjölmargir sem bíða, bæði fyrirtæki og stofnanir. Mikið austur á landi og fyrir norðan og svo eru einstaklingar að panta hjá okkur líka og vilja vera við öllu búnir,“ segir Steindór Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Dynjandi. Hann finni fyrir því að fólki á þessum svæðum standi ekki á sama um mengunina. Grímurnar og þá sérstaklega þær síur sem gefa vernd fyrir brennisteinsdíxíni voru uppseldar hjá Dynjanda alla síðustu viku en í dag kom ný sending. Fyrir utan fyrirtæki og stofnanir sem bíði eftir grímunum þá séu ferðaþjónustuaðilar að koma sér upp grímum fyrir starfsfólk sitt og viðskiptavini. Eftirspurnin eftir grímunum hófst strax og eldgosið byrjaði og nú bíði á bilinu 10 til 15 fyrirtæki eftir að fá sínar pantanir afgreiddar. Bárðarbunga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gasgrímur hafa rokið út eftir að eiturgas tók að streyma í miklum mæli frá eldgosinu í Holuhrauni og seldust upp hjá einum stærsta innflytjandanum. Vísindamenn, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar hafa keypt grímurnar í stórum stíl. Í dag er mánuður frá því eldsumbrotin í Holuhrauni hófust en fljótlega fór að bera á mikilli brennisteinsdíoxínmengun frá gosinu. Íbúar á Austur- og Norðurlandi hafa fundið fyrir menguninni sem um tíma hefur farið yfir heilsufarsmörk fyrir austan. Fólk hefur fundið fyrir mengunni og varað hefur verið við áhrifum hennar á börn og aðra með viðkvæman öndunarveg. Gasgrímur hafa verið uppseldar hjá fyrirtækinu Dynjandi sem flytur þær inn og undanfarna vikur hefur verið biðlisti eftir grímunum. „Það eru fjölmargir sem bíða, bæði fyrirtæki og stofnanir. Mikið austur á landi og fyrir norðan og svo eru einstaklingar að panta hjá okkur líka og vilja vera við öllu búnir,“ segir Steindór Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Dynjandi. Hann finni fyrir því að fólki á þessum svæðum standi ekki á sama um mengunina. Grímurnar og þá sérstaklega þær síur sem gefa vernd fyrir brennisteinsdíxíni voru uppseldar hjá Dynjanda alla síðustu viku en í dag kom ný sending. Fyrir utan fyrirtæki og stofnanir sem bíði eftir grímunum þá séu ferðaþjónustuaðilar að koma sér upp grímum fyrir starfsfólk sitt og viðskiptavini. Eftirspurnin eftir grímunum hófst strax og eldgosið byrjaði og nú bíði á bilinu 10 til 15 fyrirtæki eftir að fá sínar pantanir afgreiddar.
Bárðarbunga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira