Menning

Myndar áhugaverða staði í Breiðholtinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
myndir/sig vicious
„Ég er alinn upp í Hólahverfi og á unglingsárunum var Breiðholtið kallað Killah Hill í félagahópnum. Mig minnir að það sé úr texta með Cypress Hill,“ segir Siggeir Magnús Hafsteinsson, sem gengur undir listamannsnafninu Sig Vicious.

Á Tumblr-síðu hans má finna þrjár myndaseríur undir nafninu Killah Hill en í seríunum eru aðeins myndir úr Breiðholtinu.

„Þetta eru áhugaverðir staðir þá stundina sem myndin er tekin,“ segir Siggeir. Hann bjó öll sín uppvaxtarár í Breiðholtinu og flutti þangað aftur fyrir um það bil ári síðan. Ætlar hann að halda áfram með Killah Hill-seríuna?

Siggeir, öðru nafni Sig Vicious.
„Ég hugsa að ég taki meira þegar það byrjar að snjóa. Það getur allt gerst,“ segir hann.

Siggeir er búinn að starfa sem hönnuður í sautján ár en er nýlega byrjaður að taka myndir.

„Ég hugsa að ég eigi eftir að gera mun meira af því. Það er svo endalaust margt sem kveikir á innblæstrinum; tónlist, fólk, veður. Mér líður best úti í móa með myndavél,“ segir hann og bætir við að hann taki að sér alls kyns ljósmyndaverkefni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr Killah Hill-seríunni en allar myndirnar má finna hér.

Breiðholtslaug.
Fellaskóli.
Sparkvöllur við Asparfell.
Blokkir í Efra-Breiðholti.
Veggjakrot.
Körfuboltavöllur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.