Lífið

Þurfti að bíða eftir svari við bónorðinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Parið var að fagna afmæli Haraldar þegar hann dró fram trúlofunarhring.
Parið var að fagna afmæli Haraldar þegar hann dró fram trúlofunarhring.
„Ég þurfti nú að bíða smá eftir svari. Ég fékk nokkur tár fyrst,“ segir Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem trúlofaðist kærustu sinni, Birnu Harðardóttur, í vikunni. Parið fór út að borða í tilefni afmælis Haraldar á Hótel Holti þegar þingmaðurinn ungi dró trúlofunarhring upp úr vasanum.

„Kærastan bauð mér út að borða og svo dró ég hringinn upp úr vasanum og þá þurfti ég ekki að segja neitt mikið meira,“ segir Haraldur aðspurður um bónorðið. „ Kannski, svona formlega, hafi ég þannig séð ekki beðið hennar. Ég held að málsverðurinn og aðstæðurnar hafi gert þetta fyrir mig.“

Sjálfur segist Haraldur ekki vera búinn að hugsa næstu skref en að unnusta hans sé komin á fullt. „Ég viðurkenni það að ég er ekki búinn að hugsa þetta neitt lengra. Hún er alveg farin að pæla hvort þetta verði næsta sumar eða þarnæsta sumar,“ segir hann.

En hvað voru þau að borða á Holtinu? „Ég fékk mér humar og hún það sama. Humar á Holtinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×