Fasteignasali gefur iPhone og sallar inn vinum á síðu sína Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2014 14:37 Hannes segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta uppátæki á eftir að gagnast honum við fasteignasöluna. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira