Fasteignasali gefur iPhone og sallar inn vinum á síðu sína Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2014 14:37 Hannes segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta uppátæki á eftir að gagnast honum við fasteignasöluna. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira