Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 11:45 Polarsyssel, blámálaður, og Týr, rauðmálaður, við Longyearbyen á Svalbarða. Mynd/Havyard. Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. Týr er væntanlegur til Akureyrar í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, eftir fjögurra mánaða störf við heimskautaeyjarnar á vegum sýslumannsins á Svalbarða.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, afhendir sýslumanninum á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, lyklana að Polarsyssel.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore fékk Tý að leigu frá Landhelgisgæslunni snemma í vor meðan verið var að ljúka smíði Polarsyssel hjá Havyard-skipasmíðastöðinni í Noregi en skrokkurinn hafði áður verið sjósettur í Tyrklandi. Polarsyssel er dýrasta skip sem Íslendingar hafa látið smíða, en það kostaði á sjöunda milljarð króna.Polarsyssel, dýrasta skip Íslendinga, á siglingu á Isfjorden á Svalbarða.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore hefur gert þjónustusamning við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið sinni gæslustörfum sex mánuði í senn næstu tíu árin. Samningurinn gefur Fáfni sex milljarða króna í aðra hönd og greiðir þannig að mestu upp andvirði skipsins. Norðmenn greiða auk þess olíukostnað skipsins.Inger Årvåg Stokke, starfsmaður heimskautastofnunar dómsmálaráðuneytis Noregs, og fyrrverandi starfsmaður sýslumannsins á Svalbarða, gaf skipinu nafn.Mynd/Havyard.Móttökuathöfn var í Longyearbyen fyrr í mánuðinum, að viðstöddum dómsmálaráðherra Noregs, og var Polarsyssel þar formlega gefið nafn. Við það tækifæri afhenti Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis, sýslumanninum á Svalbarða lyklavöldin að skipinu. Tengdar fréttir Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00 Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. Týr er væntanlegur til Akureyrar í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, eftir fjögurra mánaða störf við heimskautaeyjarnar á vegum sýslumannsins á Svalbarða.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, afhendir sýslumanninum á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, lyklana að Polarsyssel.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore fékk Tý að leigu frá Landhelgisgæslunni snemma í vor meðan verið var að ljúka smíði Polarsyssel hjá Havyard-skipasmíðastöðinni í Noregi en skrokkurinn hafði áður verið sjósettur í Tyrklandi. Polarsyssel er dýrasta skip sem Íslendingar hafa látið smíða, en það kostaði á sjöunda milljarð króna.Polarsyssel, dýrasta skip Íslendinga, á siglingu á Isfjorden á Svalbarða.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore hefur gert þjónustusamning við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið sinni gæslustörfum sex mánuði í senn næstu tíu árin. Samningurinn gefur Fáfni sex milljarða króna í aðra hönd og greiðir þannig að mestu upp andvirði skipsins. Norðmenn greiða auk þess olíukostnað skipsins.Inger Årvåg Stokke, starfsmaður heimskautastofnunar dómsmálaráðuneytis Noregs, og fyrrverandi starfsmaður sýslumannsins á Svalbarða, gaf skipinu nafn.Mynd/Havyard.Móttökuathöfn var í Longyearbyen fyrr í mánuðinum, að viðstöddum dómsmálaráðherra Noregs, og var Polarsyssel þar formlega gefið nafn. Við það tækifæri afhenti Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis, sýslumanninum á Svalbarða lyklavöldin að skipinu.
Tengdar fréttir Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00 Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00
Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59
Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15