Erlent

Réttindi borgara víkja fyrir öryggi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tony Abbott forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AFP
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að hugsanlega muni ákveðin borgaraleg réttindi víkja fyrir öryggi. Ríkisstjórn hans sækist nú eftir því að öðlast meira vald til að berjast gegn íslamistum í vígahug.

Yfirvöld í Ástralíu telja að 60 Ástralar berjist nú fyrir Íslamska ríkið og önnur samtök í Sýrlandi og Írak. Ný lög sem bíða samþykkis þingsins í Ástralíu, myndu gera ferðalög til yfirlýstra átakasvæða ólögleg. Sem dæmi gaf Abbot borgina Raqqa í Sýrlandi, en hún er höfuðvígi IS.

„Ótvíræð skilaboð mín til Ástrala sem berjast með hryðjuverkasamtökum eru að þið verðið handteknir, ákærðir og settir í fangelsi í langan tíma. Nú er verið að breyta lögum okkar sem gera það auðveldarar að halda mögulegum hryðjuverkamönnum af götum okkar,“ hefur BBC eftir forsætisráðherranum.

Gera á samkskiptafyrirtæki nauðug til að færa lögreglu og öryggisstofnunum gögn sem beðið er um. Þá verður gert auðveldara að fylgjast með grunuðum hryðujuverkamönnum og að taka þá höndum.

„Því miður mun hið viðkvæma jafnvægi frelsis og öryggis, breytast um einhvern tíma.“

Lögregla í Sydney og Brisbane kom í veg fyrir áætlun vígamanna um að afhöfða Ástrala opinberlega í síðustu viku. En velja átti þá af handahófi.

Abbot sagði þingmönnum í dag að ástralskur meðlimur IS hafði fyrirskipað fylgjendum sínum að afhöfða ástralskt fólk opinberlega.

Fjölmargir erlendir vígamenn berjast með Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi.Vísir/GraphicNews



Fleiri fréttir

Sjá meira


×