Wenger: Bíðum aðeins með að líkja Welbeck við Henry Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 08:15 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði mönnum að vera rólegir þegar þeir fóru að bera saman Danny Welbeck og Arsenal-goðsögnina ThierryHenry eftir sigur liðsins á Aston Villa á laugardaginn. Welbeck spilaði vel í leiknum; skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þjóðverjann Mesut Özil sem hefur verið harkalega gagnrýndur að undanförnum. Enska landsliðsframherjanum virðist líða vel hjá Arsenal þar sem hann fær nú að spila sem framherji eftir að hafa verið mikið geymdur á kantinum hjá Manchester United. Thierry Henry lenti í svipuðum hlut þegar hann kom frá Juventus til Arsenal árið 1999. Hjá ítalska liðinu var hann mikið látinn spila á kantinum, en hjá Arsenal var hann fremsti maður og raðaði inn mörkum. „Sjáið nú til, gefið mér smá tíma. Það er frekar snemmt að fara að bera þá saman þegar litið er til allra markanna sem Henry skoraði,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Villa. „Danny hefur mikla hæfileika og það verður gaman að sjá hvernig hann þróast. Hann hefur gott hugarfar, er líkamlega sterkur, góður með boltann og gerir mikið fyrir sóknarleikinn okkar því hann tapar ekki boltanum og allt eru þetta góðir kostir. Thierry Henry setti gott fordæmi og ég hef ekkert á móti því að menn feti í hans fótspor.“ Aðspurður hvort það geri Welbeck ekki gott að spila fremstur og fara að skora aftur sagði Frakkinn: „Hann spilaði á kantinum hjá Manchester United, en aldrei sem fremsti maður. Maður missir svolítið tilfinninguna fyrir því að skora mörk og finnur ekki fyrir sömu pressu. Maður verður að vera fremstur og bíða eftir tækifærinu til að ganga frá andstæðingnum. Sem kantmaður er sú pressa ekki jafnmikil.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok. 20. september 2014 16:45
Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15
Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. 20. september 2014 00:01