Erlent

Oliver útskýrir þá ógn sem stafar af drónum

Atli Ísleifsson skrifar
John Oliver.
John Oliver.
Breski þáttastjórnandinn John Oliver fjallaði um drónaárásir Bandaríkjahers í innslagi í þætti sínum Last Week Tonight á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO á sunnudagskvöldið.

Oliver sagði drónaárásir vera eitt af því sem helst verði bendlað við stjórnartíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta í framtíðinni enda hafi þær stóraukist á undanförnum árum. „Allt í einu eru drónar alls staðar. Þeir eru í þriðja sæti yfir pirrandi hluti á himnum á eftir moskítóflugum og plastpokum í hægum vindi.“

Oliver fjallar um dróna frá ýmsum hliðum, oft á gamansaman en beittan hátt, þar sem hann leggur áherslu að drónar séu notaðir til árása án þess að nægilegar upplýsingar liggi fyrir um skotmörk.

Í lok innslagsins fjallar hann svo um þau sálfræðilegu áhrif sem það hefur á fólk að lifa á svæðum þar sem drónar fljúga reglulega yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×