Götusmiðjan opnar aftur á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2014 07:00 Guðmundur Týr Þórarinsson. Götusmiðjan, sérhæft meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga sem komin eru út í heim vímuefna og afbrota, mun opna aftur innan tíðar. Henni var lokað fyrir fjórum árum síðan og síðan þá hafa yfirvöld ráðið illa við að uppfylla þörf fyrir neyðarvistun unglinga sem eru í verulegum vanda. Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni var lokað í júnímánuði 2010 að kröfu barnaverndaryfirvalda. Afar stór orð voru látin falla og var málið umdeilt. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins, var meðal annars sakaður um hótanir í garð ungmennanna en ásökunum vísaði hann ávallt á bug. Hann fór í meiðyrðamál í kjölfarið en dómur fellur í málinu í komandi mánuði. Guðmundur, betur þekktur sem Mummi, lætur ásakanirnar þó ekki á sig fá og hefur tekið ákvörðun um að opna meðferðarheimilið að nýju. „Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman. Ég er búinn að horfa á eftir þessum krökkum í mörg ár og bara beint inn í fangelsi á fullorðinsárum. Mér finnst svo dapurt að þau séu látin afskiptalaus á götunni,“ segir hann. Mummi tók þessa ákvörðun ásamt eiginkonu sinni nú um síðastliðna helgi og hafa viðbrögðin ekki látið sér standa og hafa fjölmargir haft samband við hann og lýst yfir ánægju sinni og þakklæti. „Nú bara byrjar morgundagurinn og dagurinn í dag að hóa í fólk og dusta rykið af gömlum aðferðarfræðum og heyra í mönnum og sjá hvort við getum ekki mokað saman einhverjum pening svo við getum farið út á götu og hjálpað þessum krökkum,“ segir Mummi að lokum. Tengdar fréttir Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22 Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00 Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15 Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00 Yngsti vímuefnaneytandinn átta ára Ungmenni sem voru í meðferð í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í átta ára þegar þau hófu fyrst neyslu vímuefna. Rúmur helmingur ungmennanna í smiðjunni var á aldrinum 12-13 ára þegar vímuefnaneysla þeirra hófst. 10. mars 2007 09:15 Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, heldur bendir hann á að Árbótarmálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. 9. júní 2011 09:00 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Götusmiðjan, sérhæft meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga sem komin eru út í heim vímuefna og afbrota, mun opna aftur innan tíðar. Henni var lokað fyrir fjórum árum síðan og síðan þá hafa yfirvöld ráðið illa við að uppfylla þörf fyrir neyðarvistun unglinga sem eru í verulegum vanda. Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni var lokað í júnímánuði 2010 að kröfu barnaverndaryfirvalda. Afar stór orð voru látin falla og var málið umdeilt. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins, var meðal annars sakaður um hótanir í garð ungmennanna en ásökunum vísaði hann ávallt á bug. Hann fór í meiðyrðamál í kjölfarið en dómur fellur í málinu í komandi mánuði. Guðmundur, betur þekktur sem Mummi, lætur ásakanirnar þó ekki á sig fá og hefur tekið ákvörðun um að opna meðferðarheimilið að nýju. „Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman. Ég er búinn að horfa á eftir þessum krökkum í mörg ár og bara beint inn í fangelsi á fullorðinsárum. Mér finnst svo dapurt að þau séu látin afskiptalaus á götunni,“ segir hann. Mummi tók þessa ákvörðun ásamt eiginkonu sinni nú um síðastliðna helgi og hafa viðbrögðin ekki látið sér standa og hafa fjölmargir haft samband við hann og lýst yfir ánægju sinni og þakklæti. „Nú bara byrjar morgundagurinn og dagurinn í dag að hóa í fólk og dusta rykið af gömlum aðferðarfræðum og heyra í mönnum og sjá hvort við getum ekki mokað saman einhverjum pening svo við getum farið út á götu og hjálpað þessum krökkum,“ segir Mummi að lokum.
Tengdar fréttir Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22 Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00 Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15 Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00 Yngsti vímuefnaneytandinn átta ára Ungmenni sem voru í meðferð í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í átta ára þegar þau hófu fyrst neyslu vímuefna. Rúmur helmingur ungmennanna í smiðjunni var á aldrinum 12-13 ára þegar vímuefnaneysla þeirra hófst. 10. mars 2007 09:15 Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, heldur bendir hann á að Árbótarmálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. 9. júní 2011 09:00 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22
Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34
Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00
Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15
Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10
Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00
Yngsti vímuefnaneytandinn átta ára Ungmenni sem voru í meðferð í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í átta ára þegar þau hófu fyrst neyslu vímuefna. Rúmur helmingur ungmennanna í smiðjunni var á aldrinum 12-13 ára þegar vímuefnaneysla þeirra hófst. 10. mars 2007 09:15
Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00
Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00
Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, heldur bendir hann á að Árbótarmálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. 9. júní 2011 09:00
Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32
Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43