Íslenski boltinn

Óli Stefán snýr aftur til Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir og Óli Stefán við undirritunina í dag.
Ægir og Óli Stefán við undirritunina í dag. Mynd/Grindavík
Grindavík samdi í dag við tvo þjálfara, Ægi Viktorsson og Óla Stefán Flóventsson.

Sá fyrrnefndi heldur áfram sem þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hann mun einnig stýra 3. flokki kvenna.

Óli Stefán, sem lék með Grindavík um langt árabil, kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Hann mun einnig stýra 3. flokki karla, auk annarra starfa fyrir félagið. Óli hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk karla hjá Sindra á Hornafirði.

Grindavík hafnaði í 5. sæti 1. deildar karla á nýliðnu tímabili. Skömmu eftir að því lauk var Tommy Nielsen, fyrrverandi leikmaður FH og Fjarðabyggðar, ráðinn þjálfari liðsins.

Ægir og Óli Stefán ásamt Daða Lárussyni markmannsþjálfara, Rúnari Sigurjónssyni formanni meistaraflokksráðs karla, Jónasi Þórhallssyni formanni knattspyrnudeildar, Guðmundi Pálssyni formanni meistaraflokksráðs kvenna og Tommy Nielsen, þjálfara meistaraflokks karla.Mynd/Grindavík

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×