Innlent

Vinstri græn skulda 82 milljónir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir / GVA
Vinstri grænir skiluðu 43 milljóna króna tapi á síðasta ári. Rekstur flokksins kostaði 106 milljónir. Þetta kemur fram í fjárhagsupplýsingum flokksins sem birtar eru á vef Ríkisendurskoðunar.

Þar kemur fram að flokkurinn var að stærstum hluta fjármagnaður með ríkisstyrkjum en alls fékk hann 68 milljónir úr ríkissjóði. Aðeins 2 milljónir komu frá fyrirtækjum en þrjár milljónir frá sveitarfélögum.

Hæstu styrkirnir, fyrir utan ríkisstyrki, komu frá einstaklingum. Samtals komu 10 milljónir komu frá einstaklingum, þar með talin félagsgjöld, en þrettán einstaklingar styrktu flokkinn um meira en 200 þúsund krónur. Þar má meðal annars nefna Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann flokksins, og Katrínu Jakobsdóttur, núverandi formann.

Skuldir flokksins námu 82 milljónum króna í árslok og var eigið fé Vinstri grænna neikvætt um 29 milljónir króna.

Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að Vinstri grænir hafi verið eini flokkurinn sem skilaði ekki ársreikningi á tilsettum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×