Óttast útbreiðslu ebólu Birta Björnsdóttir skrifar 9. október 2014 20:00 Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís. Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís.
Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00
Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06
3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37
SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29
Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent