Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 08:52 Margir samverkandi þættir hafa valdið því að ebóla varð að heimsfaraldri, að sögn Piot. Vísir/AFP Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira