Íslenski boltinn

Fjalar: Átti von á að heyra í nýjum þjálfara fyrst

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fjalar Þorgeirsson er laus allra mála frá Val.
Fjalar Þorgeirsson er laus allra mála frá Val. vísir/daníel
Eins og kom fram fyrr í dag sagði Pepsi-deildar lið Vals upp samningi við þrjá leikmenn í dag; Bjarna Ólaf Eiríksson, Halldór Hermann Jónsson og markvörðinn FjalarÞorgeirsson.

Uppsagnarákvæði var í samningum leikmannanna þriggja sem Valsmenn nýttu sér. „Það var hægt að gera þetta fyrir ákveðna dagsetningu,“ segir Fjalar Þorgeirssson í samtali við Vísi.

„Þegar að svona klásúla er í samningnum býst maður alveg eins við öllu. Ég fékk að vita þetta í gær,“ bætir hann við.

Magnús Gylfason lét af störfum sem þjálfari Vals á mánudaginn og er liðið því þjálfaralaust. Aðstoðarþjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, Donni, er einnig horfinn á braut.

„Ég átti nú kannski von á að heyra í þjálfara fyrst [áður en samningnum væri sagt upp]. En þeir sögðu að nýr þjálfari myndi kannski hafa samband,“ segir Fjalar sem er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

„Ég er ekki að fara að leggja hvorki hanska né skó á hilluna. Þetta er bara svo nýskeð núna, en ég ætla klárlega að halda áfram.“

Fjalar á að baki 341 leik í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og í bikarnum með Reykjavíkurliðunum Þrótti, Fram, KR, Fylki og Val.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×