Fótbolti

Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og Siggi Dúlla léttir í Lettlandi í dag.
Kolbeinn Sigþórsson og Siggi Dúlla léttir í Lettlandi í dag. vísir/valli
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, gat ekki æft með íslenska liðinu í Riga í Lettlandi í dag þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn.

Kolbeinn glímir við smávægileg hnémeiðsli, en þau munu ekki aftra honum frá því að spila leikinn mikilvæga á föstudagskvöldið.

„Þetta er svipað og fyrir leikinn gegn Tyrkjum,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk smá vökva inn á hnéð á undirbúningstímabilinu og finn því aðeins fyrir því. En ef ég fæ einn dag í hvíld verð ég bara enn betri á föstudaginn.“

„Ég er því ekkert smeykur við þetta. Það er bara skynsamlegra að taka hvíldina í dag en ég mætti æfa og spila ef ég kysi. Þetta er því ekkert alvarlegt.“

Kolbeinn hélt uppteknum hætti í fyrsta leik Íslands í undankeppninni og skoraði á móti Tyrklandi í 3-0 sigri okkar manna, en hann er nú búinn að skora 16 mörk í 24 landsleikjum.

Frá æfingu landsliðsins í Riga í dag.vísir/valli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×