Oliver Wilson hafði sigur í Skotlandi 5. október 2014 16:32 Oliver Wilson les pútt á St. Andrews í dag. Getty Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira