Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2014 19:30 Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira