Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2014 13:00 Víkingur, Valur og Fylkir eiga möguleika á Evrópusæti. Vísir/Ernir Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Fram er fallið úr Pepsi-deildinni eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Framarar unnu Fylkismenn, 4-3, í ótrúlegum leik á Laugardalsvelli í lokaumferðinni en það dugði ekki til því Fjölnir vann ÍBV, 3-0. Víkingar voru í bílstjórasætinu um síðasta Evrópusætið fyrir lokaumferðina og héldu Evrópusætinu þrátt fyrir tap í Keflavík, 2-0. Fylkir tapaði sem fyrr segir í Laugardalnum og Breiðablik vann Val, 3-0.Lokastaðan leikjunum:Keflavík - Víkingur 2-0Breiðablik - Valur 3-0Fram - Fylkir 4-3Fjölnir - ÍBV 3-0Evrópuslagurinn: 4. Víkingur 30 (-4) 5. Valur 28 (-5) 6. Fylkir 28 (-6)Fallslagurinn: 9. Fjölnir 23 (-3) 10. ÍBV 22 (-10) 11. Fram 21 (-18)15.26 Leikurinn búinn í Grafarvogi. Fjölnir vinnur og heldur sæti sínu með stæl.15.23 Búið að flauta af í Keflavík, Laugardal og á Kópavogsvelli. Öll Evrópuliðin tapa og Víkingar halda fjórða sætinu. Fram er fallið.15.22 Ellert Hreinsson skorar þriðja markið fyrir Blika gegn Val. Víkingar á leið til Evrópu.15.19 Guðjón Pétur Lýðsson bætir við marki fyrir Breiðablik gegn Val. Valsmenn fara ekki til Evrópu.15.07: Fjórða mark Fram í Laugardalnum og þeir eru að komast yfir. En það bjargar þeim ekki úr þessu.14.57: Ragnar Leósson að auka muninn í Grafarvoginum fyrir Fjölni.14.52: Guðjón Pétur Lýðsson var að koma Breiðabliki yfir gegn Val með marki úr vítaspyrnu. Valsmenn misstu Kristinn Frey Sigurðsson af velli með rautt spjald skömmu áður. Lukkan enn á bandi Víkinga.14.48: Enn er Fram að jafna í Laugardalnum. Þriðja sinn í leiknum. Enn er Víkingur aftur að hoppa upp í fjórða sætið.14.45: Risastórt atvik í Laugardalnum. Ósvald Jarl Traustason var að fá rautt spjald. Þetta verður erfitt fyrir Framara að koma til baka, manni færri.14.40: Fylkismenn að komast yfir í þriðja sinn. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði. Er hann að skjóta Fylki í Evrópukeppnina?14.39: Fjölnismenn komnir í 2-0 og styrkja þar með stöðu sína í fallbaráttunni. Eyjamenn manni færri, ekki gleyma því.14.20: Hálfleikur í öllum leikjum. Fylkismenn hafa tvisvar hoppað upp í fjórða sætið en alltaf dottið niður aftur. Það er spenna í þessu, svo mikið er víst.14.13: Enn gerast hlutirnir fljótt. Arnþór Ari var að jafna fyrir Fram í Laugardalnum. Það er barátta í þessu þar. Víkingur aftur upp í fjórða sætið.14.10: Nóg að gerast. Ian Jeffs fékk beint rautt í Grafarvoginum en hann leikur með ÍBV. Þá var Andrew Sousa að koma Fylki yfir á ný og þar með eru Árbæingar komnir upp í fjórða sætið.14.07: Elías Már er búinn að koma Keflavík í 2-0 forystu gegn Víkingi. En þeir rauðu og svörtu hanga enn í fjórða sætinu.14.01: Þá er Víkingur aftur komið í fjórða sætið, þökk sé jöfnunarmarki Arons Bjarnasonar í Laugardalnum.13.50: Albert Brynjar er búinn að skora fyrir Fylki gegn Fram. Þá er Fylkir komið í Evrópusæti og staða Framara versnar enn.13.40: Þórir Guðjónsson var að koma Fjölni yfir. Ef Fjölnir vinnur ÍBV getur fram ekki bjagað sér frá falli í dag.13.32: Ekki lengi að gerast. Elías Már Ómarsson var að koma Keflavík yfir gegn Víkingum. Veit á gott fyrir Val og Fylki. 13.30: Velkomin með okkur á vaktina á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála í leikjunum fjórum sem koma til með að ráða úrslitum í Evrópuslagnum og fallbaráttunni í Pepsi-deild karla. Þeir hefjast klukkan 13.30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira