Viðskipti innlent

Samfylkingin tapaði 55 milljónum á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Dagur B. styrkti Samfylkinguna um 400 þúsund krónur á síðasta ári.
Dagur B. styrkti Samfylkinguna um 400 þúsund krónur á síðasta ári. Vísir
Samfylkingin tapaði 55 milljónum króna á síðasta ári en rekstur flokksins kostaði 175 milljónir. Langstærstur hluti tekna flokksins voru styrkir frá ríkinu, eða hundrað milljónir króna. Þá fékk flokkurinn 11 milljónir frá sveitarfélögum og 22 milljónir frá lögaðilum og einstaklingum.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flokksins sem finna má á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Eigið fé flokksins nam 27 milljónum króna.

Sjö fyrirtæki styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur, sem er lögbundið hámark styrkja. Þrettán einstaklingar, sem flestir eru kjörnir fulltrúar flokksins, styrktu hann umfram 200 þúsund krónur. Nafngreina þarf einstaklinga sem styrkja umfram þau mörk.

Oddný G. Sturludóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri styrktu mest, eða um 400 þúsund krónur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×