Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Fylkir 4-3 | Fylkismenn horfðu á eftir Evrópusætinu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Bjarni Þórður Halldórsson sér boltann í netinu. vísir/andri marinó Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira